Fundarboð 493. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
493. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í fjarfundarbúnaði, miðvikudaginn 4. nóvember 2020, kl. 10.00 f.h.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 204. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 21. október 2020.
Mál nr. 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 32 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
b) Fundargerð 21. fundar stjórnar Bergrisans, 12. október 2020.
c) Fundargerð fundar lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum, 20. október 2020.
d) Fundargerð 10. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 25. september 2020.
e) Fundargerð 11. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 29. september 2020.
f) Fundargerð 12. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 8. október 2020.
g) Fundargerð 3. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 7. október 2020.
h) Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. október 2020.
2. Fundartími sveitarstjórnar.
3. Skipurit og starfslýsing sveitarstjóra.
4. Lántaka Brunavarna Árnessýslu vegna kaupa á stigabíl.
5. Bréf frá Óskari Magnússyni f.h. Kerfélagsins ehf. vegna skipulagsmála við Kerið.
6. Vöktun Þingvallavatns.
7. Bréf frá Hannesi Lárussyni f.h. Íslenska bæjarins ehf. þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda.
8. Bréf frá Páli Helga Möller vegna flóða á Nesvegi í Vaðnesi.
9. Starfsskýrsla og ársreikningur Hestamannafélagsins Trausta fyrir árið 2019.
10. Beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni varðandi móttöku flóttafólks.
11. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXXV. landsþing Sambandsins.
12. Fyrirspurn Jóns Þóris Frantssonar, forstjóra Íslenska Gámafélagsins ehf., um afdrif úrgangs í sveitarfélaginu.
13. Bréf frá Landvernd um vindorku á Íslandi.
14. Tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um málþing um íbúasamráð.
15. Tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðuskýrslu uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19.
16. Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál.
17. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.
18. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.
19. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál.
20. Beiðni frá Velferðarnefnd Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.
21. Beiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um fjarskipti, 209. mál.
22. Barnvænt sveitarfélag – kynning frá Unicef.
Borg, 2. nóvember 2020, Steinar Sigurjónsson