Fundarboð 497. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
497. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 20. janúar 2021, kl. 13.00 e.h.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 208. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. desember 2020.
Mál nr. 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
b) Fundargerð 209. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. janúar 2021.
Mál nr. 10, 11, 12, 13 og 22 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
c) Fundargerð ársfundar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, 11. desember 2020.
d) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 5. janúar 2021.
e) Fundargerð 3. fundar starfshóps um sameiginlega vatnsveitu Uppsveita, 6. janúar 2021.
f) Fundargerð 18. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 15. desember 2020.
g) Fundargerð 9. fundar bygginganefndar Búðarstígs 22, 15. desember 2020.
h) Fundargerð fundar lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum, 15. desember 2020.
i) Fundargerð 24. fundar stjórnar Bergrisans, 9. desember 2020.
j) Fundargerð 25. fundar stjórnar Bergrisans, 14. desember 2020.
k) Fundargerð 565. fundar stjórnar SASS, 4. desember 2020.
l) Fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 11. desember 2020.
2. Erindi til sveitarfélagsins Árborgar um sameiginlega vatnsöflun úr Kaldárhöfða.
3. Erindi frá Þresti Sigurjónssyni um umferðarrétt að lóðinni Stóru-Borg lóð 7 (L218051).
4. Erindi frá stjórn Bergrisans bs. vegna viðaukasamnings við Sólheima SES.
5. Erindi til sveitarstjórnar frá Magnúsi Ingberg Jónssyni vegna Lyngdals (L168232).
6. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II í Vesturbrúnum 4 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
7. Erindi frá Hrunamannahrepp vegna vinnuhóps um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitunum.
8. Beiðni um styrk frá Ferlir vegna heimasíðunnar www.ferlir.is.
9. Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
10. Upplýsingar frá Landgræðslunni um uppgræðslu í samstarfsverkefnum í sveitarfélaginu á árinu 2020.
11. Lokaskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning.
12. Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19.
13. Opinber kynning Umhverfisstofnunar á drögum að vatnaáætlun, aðgerðaráætlun, vöktunaráætlun og umhverfisskýrslu vatnaáætlunar.
14. Beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um umsögn á drögum að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 .
15. Beiðni Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um umsögn á drögum að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á sveitarfélög.
16. Beiðni Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um umsögn á „Grænbók um byggðamál“.
17. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
18. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.
19. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.
20. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.
21. Beiðni Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.
22. Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um kosningalög, 339. mál.
Borg, 15. janúar 2021, Steinar Sigurjónsson