Fundarboð 500. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
500. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 3. mars 2021, kl. 13.00 e.h.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 212. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 24. febrúar 2021.
Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23 og 30 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
b) Fundargerð 4. fundar starfshóps um sameiginlega vatnsveitu Uppsveita, 16. febrúar 2021.
c) Fundargerð fundar lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum, 24. febrúar 2021.
d) Fundargerð 44. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 29. janúar 2021.
e) Fundargerð 567. fundar stjórnar SASS, 5. febrúar 2021.
2. Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2021 frá Samtökum um kvennaathvarf.
3. Tilkynning til hluthafa í Límtré Vírnet ehf. um eigendaskipti að hlutum.
4. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um breytingu á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, nr. 1212/2015.
5. Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 61/2021, „Kosningar til Alþingis“.
6. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.
7. Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.
8. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.
9. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla), 141. mál.
10. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.
11. Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.
Borg, 26. febrúar 2021, Steinar Sigurjónsson