Fundarboð 501. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
501. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 17. mars 2021, kl. 13.00 e.h.
1. Kynning frá Orku náttúrunnar á áformum um að koma fyrir lofthreinsistöð við Nesjavallavirkjun.
2. Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.
3. Fundargerðir.
a) Fundargerð 90. fundar fræðslunefndar, 2. mars 2021.
b) Fundargerð 213. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. mars 2021.
Mál nr. 17, 18, 19, 20, 21 og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
c) Fundargerð 83. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 24. febrúar 2021.
d) Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. febrúar 2021.
4. Erindi til Flóahrepps um sameiginlega vatnsöflun.
5. Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
-liggur frammi á fundinum-.
6. Bréf frá Landgræðslunni vegna afgreiðslu umsóknar Grímsnes- og Grafningshrepps til Landbótasjóðs 2021.
7. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 26. mars 2021.
8. Bréf frá Jafnréttisstofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.
9. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Heiðarbraut 22, Grímsnes- og Grafningshreppi.
10. Stöðuskýrsla nr. 11 frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála vegna Covid-19.
11. Félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 76/2021, „Mælaborð um farsæld barna“.
12. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum, 470. mál.
13. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.
14. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.
15. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.
16. Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Borg, 12. mars 2021, Steinar Sigurjónsson