Fundarboð 503. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
503. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 9.00 f.h.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 8. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. nóvember 2020.
b) Fundargerð 9. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. nóvember 2020.
c) Fundargerð 10. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 1. mars 2021.
Mál nr. 6 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
d) Fundargerð 11. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. mars 2021.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
e) Fundargerð 215. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 15. apríl 2021.
Mál nr. 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 36 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
f) Fundargerð aðalfundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 14. apríl 2021.
g) Fundargerð 1. fundar vinnuhóps um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum Árnessýslu, 16. febrúar 2021.
2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2021.
3. Minnisblað og starfslýsing vegna verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags.
4. Drög að gjaldskrá byggingarfulltrúa UTU.
5. Samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi, fyrri umræða.
6. Tilboð í verkið „Endurnýjun lagnar að Björk“.
7. Samningur um hirðingu túna sveitarfélagsins í landi Stóru-Borgar.
-liggur frammi á fundinum-.
8. Úrskurður nr. 128/2020 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
9. Tölvupóstur frá Yfirfasteignamatsnefnd þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru til nefndarinnar í máli nr. 4/2021, Ásabraut 40.
10. Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.
11. Vegaúttekt.
12. Bréf frá Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjón ásamt minnisblaði um mögulega tilhögun á uppsetningu myndavéla í almannarými og véla sem búnar eru til númeralesturs.
13. Vöktun Þingvallavatns.
14. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni þar sem kallað er eftir upplýsingum um stöðu fjármála sveitarfélaga.
15. Birt til umsagnar frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti mál nr. 99/2021, „Stafrænt Ísland - stefna um stafræna þjónustu“.
16. Birt til umsagnar frá Forsætisráðuneyti mál nr. 95/2021, „Drög að reglugerð um Jafnréttisráð - samráðsvettvang um jafnrétti kynjanna“.
17. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.
18. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.
19. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.
20. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál.
21. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.
22. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál.
23. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál.
24. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.
25. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.
Borg, 17. apríl 2021, Ingibjörg Harðardóttir