Fundarboð 504. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
504. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 5. maí 2021, kl. 9.00 f.h
1. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps.
-fyrri umræða-.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 92. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 27. apríl 2021.
b) Fundargerð 28. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. apríl 2021.
c) Fundargerð fjallskilanefnda Grímsnes- og Grafningshrepps og Laugardals, 22. mars 2021.
Mál nr. 2, 3 og 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
d) Fundargerð 216. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 28. apríl 2021.
Mál nr. 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26 og 31 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
e) Fundargerð 301. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 13. apríl 2021.
f) Fundargerð 211. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 23. apríl 2021.
g) Fundargerð 46. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 16. apríl 2021.
h) Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 14. apríl 2021.
3. Samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi, seinni umræða.
4. Efnistaka úr námu E12 í landi Miðengis.
5. Bonn áskorunin – endurheimt skógarlandslags.
6. Hlutabréfakaup í Límtré-Vírnet.
7. Orkufundur 2021 á vegum Samtaka orkusveitarfélaga.
8. Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2021.
9. Stöðuskýrsla nr. 13 frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála vegna Covid-19.
10. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 102/2021, „Grænbók um netog upplýsingaöryggi“.
11. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.
12. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.
13. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál.
14. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.
15. Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál
Borg, 30. apríl 2021, Steinar Sigurjónsson