Fara í efni

Fundarboð 520. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps

520. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 2. febrúar 2022 kl. 9.00 f.h.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 232. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 26. janúar 2022.
Mál nr. 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23 og 29 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
b) Fundargerð 32. fundar stjórnar Bergrisans, 20. september 2021.
c) Fundargerð 33. fundar stjórnar Bergrisans, 24. nóvember 2021.
d) Fundargerð 34. fundar stjórnar Bergrisans, 10. janúar 2022.
e) Fundargerð 14. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 10. desember 2021.
f) Fundargerð 308. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 18. janúar 2022.
g) Fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 14. janúar 2022.
2. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
-fyrri umræða-.
3. Stýrihópur vegna gerðar loftslagsstefnu og innleiðingu á heimsmarkmiðum.
4. Samfélagsstefna Grímsnes- og Grafningshrepps 2022 – 2024.
5. Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2022.
6. Gjaldskrá lykla og lása á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
7. Skýrsla KPMG vegna mat á fjárhagslegum áhrifum skv. 66. grein sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar.
8. Bréf frá Hestamannafélagi Uppsveitanna.
9. Erindi frá Bjarna Guðmundssyni fyrir hönd stjórnar SASS um afstöðu til þess að sveitarfélögin á Suðurlandi stofni og reki sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar.
10. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um aðgengisfulltrúa sveitarfélaga og fjárstuðning til úrbóta í aðgengismálum.
11. Beiðni um styrk til Styrktarfélags Klúbbsins Stróks.
12. Bréf frá umboðsmanni barna um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn.
13. Bréf frá Sigurði Ármann Snævarr um frestun gildistöku reglugerðar nr. 230/2021 um eitt ár.
14. Eigendaskipti að hlutum í Límtré Vírnet.
15. Stöðuskýrsla nr. 18 frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála vegna Covid-19.
16. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.
17. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.
18. Beiðni Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
19. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 15/2022, „Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 (leiðrétting o.fl.)“.
20. Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 20/2022, „Útlendingalög“.
21. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 21/2022, „Frumvarp um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar“.

Borg, 28. janúar 2022, Ása Valdís Árnadóttir

Síðast uppfært 28. janúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?