Fundarboð 521. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
521. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 16. febrúar 2022 kl. 9.00 f.h.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 233. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 9. febrúar 2022.
Mál nr. 17, 18, 19, 20, 21, 22 og 29 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
b) Fundargerð 92. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 26. janúar 2022.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
c) Fundargerð 578. fundar stjórnar SASS, 4. febrúar 2022.
d) Fundargerð 48. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 14. janúar 2022.
e) Fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 4. febrúar 2022.
2. Starfsmannamál.
3. Deiliskipulag íbúðarbyggðar í þéttbýlinu Borg.
4. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032.
5. Úthlutun úr Landbótasjóði 2022.
6. Þátttaka í könnun um fyrirmyndar sveitarfélag.
7. Minnisblað um umdæmisráð barnaverndar.
8. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um stjórnsýslukæru vegna fasteignagjalda.
9. Bréf frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
10. Auglýsing um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga 142/2022.
11. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.
12. Beiðni Atvinnuvegarnefnar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál.
13. Beiðni Velferðarnefnd Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.
14. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 31/2022, „Áform um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 - bætt nýting virkjana“.
15. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir samráðs mál nr. 32/2022, „Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 (Mannvirkjaskrá)“.
Borg, 11. febrúar 2022, Ása Valdís Árnadóttir