Fundarboð 525. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
252. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 20. apríl 2022 kl. 9.00 f.h.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 237. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. apríl 2022.
Mál nr. 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 34 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
b) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi ( NOS), 6. apríl 2022.
c) Fundargerð 54. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 16. mars 2022.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
d) Fundargerð 310. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands (SOS), 29. mars 2022.
e) Fundargerð 2. fundar seyrustjórnar, 30. mars 2022.
f) Fundargerð 24. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 11. apríl 2022.
g) Fundargerð aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga, 7. febrúar 2022.
h) Fundargerð 50. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 1. apríl 2022.
i) Fundargerð 217. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 30. mars 2022.
j) Fundargerð 580. fundar stjórnar SASS, 1. apríl 2022.
2. Áskorun til Vegagerðarinnar að breyta flokkun Sólheimavegar (354) úr tengivegi í stofnveg.
3. Rökstuðningur fyrir fasteignamati á Finnheiðarvegi 15 frá Þjóðskrá Íslands.
4. Tilkynning um kæru nr. 79/2022 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
5. Styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Jökli.
6. Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2022.
7. Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2021.
8. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitinga í flokki II í Golfskálanum Öndverðarnesi.
9. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 79/2022, „Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?“.
10. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 68/2022, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum nr. 930/2012, með síðari breytingum“.
11. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.
12. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Borg, 16. apríl 2022, Steinar Sigurjónsson