Fundarboð 557. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
557. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 9:00.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 268. fundar skipulagsnefndar UTU, 25. október 2023.
Mál nr. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
b) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 24. ágúst 2023.
c) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 17. október 2023.
d) Fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. október 2023.
2. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps vegna ársins 2023, fyrri umræða.
3. Staða landbúnaðar.
4. Minnisblað frá umsjónarmanni umhverfismála um villtar kanínur í Grímsnes- og Grafningshreppi.
5. Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti.
6. Erindi frá Aflinu samtökum fyrir þolendur ofbeldis.
7. Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023.
8. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla), 47. mál.
9. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 167/2023, „Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla“.
10. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 201/2023, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir“.
11. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.
Borg, 30. október 2023, Iða Marsibil Jónsdóttir