Fara í efni

Kynningarfundur um fyrirhugaða stækkun á íþróttamiðstöðinni á Borg

Sveitarstjórn setti í fjárfestingaráætlun fyrir árið 2021 stækkun á íþróttamiðstöðinni á Borg.
Nú liggja frekari upplýsingar fyrir um kostnaðarmat á viðbyggingunni sem áætlað er að innihaldi líkamsræktaraðstöðu og skrifstofur.

Sveitarstjórn hefur þar af leiðandi boðað alla aðal- og varamenn fastanefnda sveitarfélagsins á kynningar- og umræðufund þriðjudagskvöldið 7. september, áætlað er að fundurinn hefjist 19:30 í Félagsheimilinu Borg og að honum ljúki 21:00.
Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins og það er fyrirhuguð stækkun á íþróttamiðstöðinni.
Ragnar Guðmundsson mun á fundinum kynna kostnaðarmat á viðbyggingu fyrir líkamsræktarsal og skrifstofur ásamt því að sitja fyrir svörum ef það koma spurningar.

Allir íbúar eru velkomnir á fundinn.

Síðast uppfært 2. september 2021
Getum við bætt efni síðunnar?