Fara í efni

Fyrirlestur frá Gleðiskruddunni

Þema heilsueflandi samfélags þennan veturinn er Geðrækt og andleg vellíðan og að því tilefni ætlum við að bjóða upp á rafrænan fyrirlestur um jákvæða sálfræði núna í febrúar.

Fyrirlesturinn er frá Gleðiskruddunni og er hannaður með foreldra og þá sem starfa með börnum og ungmennum í huga en í fyrirlestrinum eru einnig ráð sem allir geta nýtt sér til að hafa góð áhrif á andlega líðan dags daglega.

Í fyrirlestrinum verður m.a fjallað um:
-Jákvæða sálfræði: hvað er jákvæð sálfræði
-Gleðiverkfæri: jákvæð inngrip
-Styrkleikar: hvað eru styrkleikar, hvernig getum við komið auga á þá hjá börnum og okkur sjálfum og nýtt þá á fjölbreyttan máta
-Hugarfar: gróskuhugarfar, hvernig við getum eflt það og um leið aukið trú á eigin getu
-Seigla: hvernig byggjum við upp seiglu
-Sjálfsvinsemd
 
Fyrirlesturinn er miðvikudagskvöldið 16. febrúar kl 20.15 og er í 60 mínútur. Linkur á fyrirlesturinn verður hægt að finna á facebook síðu Heilsueflandi uppsveita.
 
Frekari upplýsingar um Gleðiskrudduna er hægt að finna á glediskruddan.is.

 

Síðast uppfært 8. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?