Fara í efni

Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022

Varstu búin(-n) að taka þátt í fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022?
Í könnuninni hafa landshlutasamtök, Byggðastofnun og aðrir sem vinna að byggðaþróun reynt að gera sér grein fyrir stöðu atvinnulífsins vítt og breitt um landið.

Hingað til hefur þátttaka verið góð á landsvísu en nú bregður svo við að þátttakan er frekar dræm og því sendi ég þér þennan póst.
Ég vil hvetja alla sem eru í rekstri í Grímsnes- og Grafningshreppi, fyrirtæki og einstaklinga, einyrkja og opinbera aðila að taka þátt svo við fáum raunhæfa mynd af stöðu atvinnulífsins á Suðurlandi.

Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í atvinnurekstri: einyrkjum og stærri fyrirtækjum sem og stofnunum.
Aðeins tekur um 9-11 mínútur að svara könnuninni.
Vertu með og láttu í þér heyra og þú getur nálgast könnunina hér: https://survey.sogosurvey.com/r/fyrirtaeki22/(BEINT INN Í KÖNNUNINA).
Þátttaka þín skiptir máli.

Síðast uppfært 8. mars 2022
Getum við bætt efni síðunnar?