Fara í efni

Grafningsréttir

Mánudaginn 14. september voru teknar í notkun nýjar réttir í vesturhluta sveitarfélagsins sem hlotið hafa nafnið Grafningsréttir.

Þær eru staðsettar í landi Úlfljótsvatns, við landamerki bæjanna Villingavatns og Úlfljótsvatns.  

Þær voru hannaðar og teiknaðar af Sigrúnu Jónu Jónsdóttur og Ragnari Guðmundssyni starfsmanni Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Réttirnar voru smíðaðar af Páli Briem, Ólafi Erni Þórðarsyni og Sæmundi Þorbirni Sæmundssyni og Ingólfur O. Jónsson sá um jarðvinnu og útsetningu réttanna. 

Efni í undirlag fyrir réttirnar og nýjan veg var fengið hjá landeigendum á Króki og er þeim þakkað fyrir sitt framlag. 

Næturhólfið við réttina var svo girt af fulltrúum Hjálparsveitarinnar Tintron. 

Réttirnar eru hinar glæsilegustu og eiga fyrrnefndir aðilar þakkir skilið fyrir góða vinnu. 

Vegna aðstæðna í sveitarfélaginu var ekki unnt að bjóða almenningi í réttirnar í þetta skipti en stefnt er að því að vígja þær á næsta ári og boða til fagnaðar að því tilefni. 

Síðast uppfært 16. september 2020
Getum við bætt efni síðunnar?