Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir eftir sveitarstjóra
Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Grímsnes- og Grafningshreppur er sveitarfélag í örum vexti. Þar búa rúmlega 500 íbúar og jafnframt er stærsta frístundabyggð landsins staðsett í sveitarfélaginu. Fjölbreytt atvinnulíf er í sveitarfélaginu ásamt því að þar eru starfræktar fjórar virkjanir. Sveitarfélagið hefur tvo þéttbýliskjarna, Borg og Sólheima. Á Borg er stjórnsýsluhús sveitarfélagsins, Félagsheimilið Borg, íþróttamiðstöðin Borg með íþróttahúsi, tækjasal og sundlaug. Þar er einnig eini skóli sveitarfélagsins, Kerhólsskóli sem er samrekinn leik- og grunnskóli með rúmlega 70 börnum frá eins árs og upp í 10. bekk.
Starfssvið
- Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar
- Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
- Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar
- Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa
- Að gæta hagsmuna sveitarfélagsins út á við, vera talsmaður sveitarstjórnar og vinna að framfaramálum
- Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum
- Leiða vinnu við stafræna vegferð sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum
- Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi
- Áhugi á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun
- Reynsla og/eða þekking af mannauðs- og markaðsmálum
- Góð upplýsingatæknikunnátta
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Um er að að ræða 100% starf og er umsóknarfrestur til 21. júní 2022.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is.
Sækja má um starfið hér