Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir eftir umsóknum um lausar byggingarlóðir á Borg í Grímsnesi.
08.09.2022
Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir eftir umsóknum um lausar byggingarlóðir á Borg í Grímsnesi. Um er að ræða 2 einbýlishúsalóðir.
Lóðirnar eru auglýstar á grundvelli nýlegs deiliskipulags á svæðinu. Búið er að malbika götur, gangstéttar og gangstíga ásamt því að götulýsing er tilbúin. Hús munu tengjast vatns-, hita- og fráveitu sveitarfélagsins og RARIK er með rafmagn á svæðinu. Búið er að leggja ljósleiðara í hverfið.
Umsóknareyðublöð, lóðarblöð, gjaldskrár, skipulags- og byggingarskilmálar og aðrar upplýsingar er að finna hér:
Síðast uppfært 16. september 2022
Getum við bætt efni síðunnar?