Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir laust starf við ræstingar
Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir laust til umsóknar starf við ræstingar á skrifstofu sveitarfélagsins að Borg.
Leitað er að reglusömum, traustum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Starfið felst í að sjá um þrif á skrifstofum sveitarfélagsins, kaffistofu, salernum, gangi og anddyri. Vinnutími er seinni part dags, tvisvar í viku.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Sjálfstæði og frumkvæði.
- Skipuleg og fagleg vinnubrögð.
- Góð samskiptahæfni.
- Hreint sakavottorð.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til sveitarstjóra á netfangið gogg@gogg.is eigi síðar en föstudaginn 21. ágúst n.k.
Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í gegnum tölvupóst á netfangið gogg@gogg.is