Heilsueflandi samfélag
16.09.2020
Mánudaginn 14. september sl. skrifaði Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps undir samning með landlækni, Ölmu D. Möller, um að við vinnum að því að vera heilsueflandi samfélag.
Um leið skrifuðu fulltrúar félagasamtaka undir samstarfssamning sem hljóðar upp á að hafa 1-2 viðburði á ári sem ekki aðeins nær til sinna félagsmanna heldur virkjar líka nærsamfélagið.
Um leið skrifuðu fulltrúar félagasamtaka undir samstarfssamning sem hljóðar upp á að hafa 1-2 viðburði á ári sem ekki aðeins nær til sinna félagsmanna heldur virkjar líka nærsamfélagið.
Félögin sem skrifuðu undir á mánudaginn eru: Kvenfélag Grímsneshrepps, Ungmennafélagið Hvöt, Lionsklúbburinn Skjaldbreiður, Sauðfjárræktarfélagið Barmur, Hjálparsveitin Tintron, Leikfélagið Borg og frá Sólheimum var það einnig Skátafélag Sólheima, Leikfélag Sólheima og Íþróttafélagið Gnýr.
Nemendur 2. bekkjar í Kerhólsskóla sungu þrjú lög við athöfnina en síðan fór Alma út til að hitta alla nemendur grunn- og leikskólans.
Þar var skellt í eina skemmtilega mynd.
Þar var skellt í eina skemmtilega mynd.
Síðast uppfært 16. september 2020
Getum við bætt efni síðunnar?