Fara í efni

Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir að ráða sumarstarfsmann 20 ára eða eldri í fullt starf.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í lok maí og sé tilbúinn að takast á við fjölbreytt og skemmtilegt starf.

Helstu verkefni:

√ Umsjón og verkstjórn með vinnuskóla.

√ Vinna með ungmennum í vinnuskóla.

√ Aðstoða í áhaldahúsi.

√ Önnur tilfallandi verkefni.

 

Hæfniskröfur:

√ Hafa reynslu af útivinnu.

√ Skipulagsfærni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

√ Bílpróf.

√ Kerrupróf.

√ Kostur ef viðkomandi er með ökuréttindi á dráttarvél í flokki T.

√ Kostur ef viðkomandi hefur gott vald á íslensku og/eða ensku.

√ Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Vinnuskólinn sinnir umhirðu, viðhaldi og fleiri verkefnum, oft í tengslum við garða, íþrótta- og útivistarsvæði. Verkefnin geta verið nokkuð fjölbreytt svo sem að gróðursetja, slá og raka, hreinsa beð, grisja skóg, mála, tína rusl, sópa, þrífa, smíða og leggja hellur, grasþökur eða göngustíga.

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2022.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Frekari fyrirspurnir og umsóknir sendist á sveitarstjori@gogg.is.

Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað.

Síðast uppfært 4. apríl 2022
Getum við bætt efni síðunnar?