Fara í efni

Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir að ráða umsjónaraðila í hlutastarf fyrir Gámastöðina Seyðishólum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og sé tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Starfshlutfallið er 50% og fer vinnan fram bæði á virkum dögum og um helgar.

Umsjónaraðili sér um opnun gámastöðvarinnar samkvæmt auglýstum opnunartíma. Umsjónaraðili gámastöðvar hefur umsjón með faglegri starfsemi er fellur undir starfssvið gámastöðvarinnar, sér um að farið sé eftir þeim reglugerðum sem gilda um meðferð og flokkun á þeim efnum sem berast og fylgir eftir að viðhaldi á svæðinu sé sinnt.

Umsjónaraðili sinnir umhirðu og verkstjórn með losun á gámasvæði og leiðbeinir íbúum við flokkun úrgangs og spilliefna ásamt því að vera í samskiptum við þjónustuaðila um losun a gámum.

Menntunar og hæfniskröfur:
-Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
-Skipulagsfærni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
-Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
-Almenn tölvukunnátta.

Starfið hæfir jafnt konum sem körlum.

Umsóknarfrestur er til og með 11. mars 2022.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Frekari fyrirspurnir og umsóknir sendist á oddviti@gogg.is.
Einnig er hægt að sækja um starfið í gegnum Alfred.is
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað.

Síðast uppfært 28. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?