Grímsnes- Veitur
Dagana 16.-20. maí verður farið í viðhaldsframkvæmdir á borholu til að auka afhendingaröryggi á heitu vatni á þjónustusvæði Grímsnesveitu. Á meðan á framkvæmdunum stendur verður lokað fyrir heitt vatn hjá öllum viðskiptavinum veitunnar. Um er að ræða reglubundið viðhald en skipta þarf út dælum á 20 ára fresti. Sé það ekki gert má gera ráð fyrir aukinni bilanatíðni í framtíðinni.
Undanfarin misseri hafa Veitur verið í töluverðum framkvæmdum í Grímsnesveitu til að mæta mikilli uppbyggingu á svæðinu svo hægt sé að þjóna viðskiptavinum með áreiðanlegum hætti. Síðasta sumar var borhola tengd við veituna en sú kemur í stað annarrar af tveimur holum sem nýttar hafa verið. Holan sem var aflögð hefur verið að kólna mikið undanfarin ár en sú sem var tengd í fyrrasumar er mun heitari. Þessi aðgerð hafði í för með sér hækkað meðalhitastig í hitaveitunni, sérstaklega þegar notkun er mikil.