Gullna hringborðið kom saman á ný á Þingvöllum
23.06.2023
Gullna hringborðið kom saman á ný á Þingvöllum í upphafi sumars.
Að þessu sinni var þema fundarins öryggismál, innsti hringur kallaði saman alla helstu viðbragðsaðila á svæðinu og farið var yfir áskoranir sumarsins. Umfjöllunarefnin voru öryggi, neyðarviðbrögð, löggæsla, sjúkraflutningar, heilsugæsla, landvarsla, brunavarnir, vegakerfið og umferðaröryggi. Mjög áhugaverð erindi voru flutt sem voru í senn upplýsandi og sláandi. Sterkur samstarfsvilji kom fram og stefnt er að því að styrkja enn frekar samvinnu þeirra sem koma að öryggismálum á Gullna hringnum.
Nánari upplýsingar má finna inn á www.sveitir.is.
Síðast uppfært 23. júní 2023
Getum við bætt efni síðunnar?