Fara í efni

Hættustigi Almannavarna lýst yfir vegna óveðurs um allt land

Hættustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna óveðurs um allt land samkvæmt heimasíðu Almannavarna.
Mikill viðbúnaður er hjá viðbragðsaðilum og öðrum vegna óveðursins sem fram undan er út um allt land. Í dag var sveitarstjóri á fundi með almannavörnum, viðbragðsaðilum og fleirum og í kjölfarið var fundur hjá viðbragðsteymi sveitarfélagsins. Viðbragðsteymið hefur ákveðið í samráði við stjórnendur hverrar stofnunnar í sveitarfélaginu að hafa lokað á morgun.
Því eru eftirfarandi stofnanir lokaðar mánudaginn 7. febrúar
- Leik- og grunnskóladeild Kerhólsskóla
- Íþróttamiðstöðin Borg
- Skrifstofur Grímsnes- og Grafningshrepps
- Áhaldahús sveitarfélagsins

Samkvæmt Almannavörnum eru miklar líkur eru á foktjóni og ófærð innan hverfa. Íbúar eru hvattir til að festa lausamuni, svo sem ruslatunnur og annað lauslegt ásamt því að huga að dýrum ef þess þarf. Þá eru verktakar beiðnir að huga að frágangi á byggingarsvæðum. Hér er hægt að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands.
Vegagerðin hefur ákveðið að loka vegum vegna veðursins en hér er hægt að fylgast með vegum og lokunum hjá Vegagerðinni. 
Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni á meðan að veðrið gengur yfir. Gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma muni fylgja sem geti verið á formi snjókomu og/eða rigningar. Vænta má mikillar ófærðar og hálku á vegum og að talsverðan tíma geti tekið að opna vegi eftir veðrið gengur niður.  

Fréttasafn
Síðast uppfært 6. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?