Fara í efni

Haustfagnaður - Opið hús

Haustfagnaður Sumarhússins og garðsins verður á laugardaginn 22 október kl. 13-17, og verður opið hús í Fossheiði 1 Selfossi kl. 13-17. Auður I. Ottesen og Páll Jökull efna til haustfagnaðar. Pétra Stefánsdóttir blómaskreytir gefur tóninn fyrir aðventuskreytingarnar 2022 og í fyrsta sinn verður efnt til sýningar á umhverfislist (Land-Art) í Fossheiðargarðinum. Þær Berglind Erlingsdóttir, Petra Stefánsdóttir og Auður I. Ottesen sýna Soft Land art og innsetningar. Páll Jökull ljósmyndari sýnir ljósmyndir sem skanna fegurð haustsins og verður með myndir til sölu í römmum.

Til sölu eru steinker með fjallaplöntum, haustkransar og keramikpottar Hafdísar Brands leirlistakonu. Takið daginn frá og verið hjartanlega velkomin. Heitt á könnunni.


Kær kveðja, Auður I. Ottesen og Páll Jökull Pétursson
s. 578 4800 – netfang audur@rit.is

Síðast uppfært 20. október 2022
Getum við bætt efni síðunnar?