Heimsmeistarakeppni, eða þannig! í Boccia
Það myndaðist gríðarleg stemning hér í byggðarhverfinu.
Þegar heimsmeistarakeppni, eða þannig! í boccia fór fram í Íþróttaleikhúsi Sólheima þann 14.11 2023.
Mótið byrjaði með því að liðin marseruðu inn í salinn eitt í einu og voru kynnt af Halla Valli og Ólafi Haukssyni undir dúndrandi tónlist og ljósum, fyrst komu íþróttafélagið Gnýr þá Goggararnir og loks Vitfirringarnir.
Mótið byrjaði klukkan 14:00 og lauk um 15:45.
Væntingar voru miklar um að lið sýndu sýnu bestu hliðar bæði innan vallar sem utan og það gekk eftir, en augljóst að sumir verða að æfa aðeins betur fyrir mótið 2024. Þess má geta að liðstjóri Vitfirringana ákvað að fara til Reykjavíkur á meðan á móti stóð!
Úrslit fóru svona:
1 Gull Gnýr 38 stig og farandbikar sem fer ekki fet.
2 Silfur Vitfirringarnir 5 stig og eignarstytta fyrir frumlegustu búninganna.
3 Brons Goggarar 4 stig og áskorun um að mæta að ári, sterkari og betri.
Kær kveðja
Valgeir Fridolf Backman