Fara í efni

Heitavatnslaust 22. maí til 26. maí

Vegna upptektar á borholudælu í Vaðnesi verður heitavatnslaust í Vaðnes- og Borgarveitu frá morgni mánudags 22. maí til föstudags 26. maí. Upptektin er nauðsynleg til að auka afköst dælubúnaðar og tryggja vatnsforða á svæðinu ásamt því að ástandsskoða núverandi búnað. Við hvetjum alla viðkomandi aðila til að slökkva á hringrásardælum fyrir gólfhita til að fyrirbyggja skemmdir á þeim. Sundlaugin á Borg verður einnig lokuð á þessum tíma og lokunin nýtt til þrifa, viðgerða og í að skipta út heitum pottum.

Aðgerðirnar hafa áhrif á eftirfarandi svæði:
Vaðnes
Snæfoksstaði
Hraunborgir
Hestland
Kiðjaberg
Borgarsvæði
Björk og Bjarkarborgir

Við biðjumst velvirðingar á truflun og óþægindum sem þetta kann að valda. Ef einhverjar spurningar koma upp má beina þeim að ragnar@gogg.is. Gefin verður út tilkynning þegar vatnið er tekið af og þegar byrjað verður að fylla á kerfið.

Síðast uppfært 24. maí 2023
Getum við bætt efni síðunnar?