Flokkun heyrúlluplast
Árlega eru um 2000 tonn af heyrúlluplasti flutt til landsins. Til að koma í veg fyrir urðun á öllu þessu plasti og auka hlut endurvinnslu leggur Úrvinnslusjóður úrvinnslugjald á plastið, sem fæst endurgreitt þegar því er skilað til orku– eða endurvinnslu. Úrvinnslugjaldið gerir það að verkum að hægt er að senda plastið til endurvinnslu. Það plast sem Íslenska Gámafélagið safnar er sent til endurvinnslu. Mikilvægt er að plastið sé hreint og laust við hey, net, bönd og aðra aðskotahluti þegar því er safnað því óhreint plast hentar ekki til endurvinnslu og endar því með almennu sorpi í urðun. Gott er ef bændur geta haft plastið klárt í körum eða á nokkuð hreinlegum stað.
Eftir að heyrúlluplastið hefur verið sótt til bænda, er það flutt í flokkunarstöðvar Íslenska Gámafélagsins þar sem það er pressað í bagga og flutt til endurvinnslu. Afurð endurvinnslunnar eru litlar plastkúlur sem nýttar eru sem hráefni til framleiðslu á nýjum plastafurðum.
Íslenska Gámafélagið býður upp að leigja ílát fyrir plastið ef áhugi er fyrir hendi og er hægt að hafa samband við þau annars vegar í síma 577-5757 eða með tölvupósti á igf@igf.is fyrir nánari upplýsingar.
Hér má finna leiðbeiningar um það hvernig best sé að ganga frá heyrúlluplastinu á einfaldan hátt frá Íslenska Gámafélaginu.
Heyrúlluplast - flokkun til endurvinnslu