Fara í efni

Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2022

Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2022 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 2. febrúar 2022. 


Í áætluninni segir að gera má ráð fyrir að íbúum í Grímsnes- og Grafningshreppi fjölgi líklega um að minnsta kosti 100 manns á næstu átta árum. Þessi íbúaspá er varfærin og gerir ráð fyrir mögulega hægari íbúafjölgun á síðari hluta tímabilsins. Til að mæta fjölgun um 100 íbúa er áætlað að byggja þurfi um 60 íbúðir. Ef íbúafjölgunin helst í kringum 4% á ári til næstu 8 ára mun íbúum fjölga um kringum 80 manns til ársins 2027 og þörf verða fyrir allt að 45 íbúð. Fylgjast þarf vel með og huga að þörf fyrir félagslegt húsnæði og búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og eldri borgara.


Íbúum fjölgaði um 110 manns frá 2008 til 2019 eða að jafnaði um 10 manns á ári. Íbúar sveitarfé-lagsins voru 490 í ársbyrjun 2019. Íbúafjölgun var mjög breytileg milli ára yfir tímabilið – þannig fjölgaði t.d. um 34 íbúa árið 2015 (8%), en aðeins 2 árið eftir (0,4%). Frá aldamótunum 2000 var árleg meðalfjölgun íbúa tæp 2%, en 2,7% síðastliðin 10 ár.

Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2022

Síðast uppfært 4. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?