Íbúafundinum er frestað um óákveðin tíma vegna covid.
15.11.2021
Íbúafundinum er frestað um óákveðin tíma vegna covid.
Sveitarstjórn boðar hér með til íbúafundar.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn
17. nóvember í Félagsheimilinu Borg.
Húsið opnar klukkan 19:30 og áætlað er að fundinum ljúki klukkan 21:30.
Fundardagskrá er eftirfarandi:
- Íslenska Gámafélagið
Kynning frá Íslenska Gámafélaginu en fyrirtækið tók nýlega yfir sorphirðu sveitarfélagsins. - Grenndarstöðvar Grímsnes- og Grafningshrepps
Kynning á grenndarstöðvaverkefninu sem er í gangi í sveitarfélaginu frá Steinari Sigurjónssyni umsjónarmanni umhverfismála. - Samfélagsstefna Grímsnes- og Grafningshrepps
Kynning á vinnu í kringum samfélagsstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps frá Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur heilsu- og tómstundafulltrúa.
- Bókasafn Grímsnes- og Grafningshrepps
Kynning á bókasafni Grímsnes- og Grafningshrepps frá Rögnu Björnsdóttur umsjónarmanni bókasafnsins.
Hægt verður að fylgjast með fundinum á Facebook síðu sveitarfélagsins;
www.facebook.com/grimsnesoggrafningshreppur
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps
Síðast uppfært 16. nóvember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?