Íbúafundur um umhverfismál
Þann 22. febrúar var haldinn íbúafundur um umhverfismál í Félagsheimilinu Borg. Fundurinn var ágætlega sóttur, en málefni fundarins tengdust öll umhverfismálum og voru blanda af fræðslu og umræðum, þar sem íbúar fengu tækifæri til þess að spyrja og koma sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri.
Jón Þórir Frantzson og Elín Ásgeirsdóttir frá Íslenska Gámafélaginu komu og héldu kynningu um flokkun og ný lög um hringrásarhagkerfið, Steinar Sigurjónsson hélt kynningu um áhrif nýrra laga á sveitarfélagið og stöðuna á sorpmálunum hér í sveit, Guðmundur Finnbogason kynnti drög að loftlagsstefnu sveitarfélagsins og Guðrún Ása hélt kynningu um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Hér að neðan má finna hlekki á glærurnar sem sýndar voru á fundinum, en ef íbúar hafa einhverjar spurningar eða ábendingar varðandi efni fundarins eru þeir hvattir til þess að hafa samband við Steinar (steinar@gogg.is) eða Guðrúnu Ásu (gudrunasa@gogg.is).
Flokkun í Grímsnes- og Grafningshreppi
Hringrásarhagkerfið í Grímsnes- og Grafningshreppi - hvaða áhrif hafa ný lög á okkur?