Fara í efni

Innleiðing Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna

Grímsnes- og Grafningshreppur hefur hafið vinnu við innleiðingu heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Vinnan hófst með því að Björn Kristinn Pálmarsson fulltrúi sveitarstjórnar og Guðrún Ása Kristleifsdóttir starfsmaður sveitarfélagsins tóku þátt í vinnustofu á vegum sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem verkefnið var kynnt ásamt mögulegum leiðum til að nálgast það. Í framhaldinu mun nú fara af stað vinna við að innleiða markmiðin í starf sveitarfélagsins okkar.

Heimsmarkmiðin voru samþykkt af fulltrúm allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september 2015. Þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og gilda á tímabilinu 2016-2030.

Nánar má lesa um heimsmarkmiðin á heimsíðu heimsmarkmiðanna.

 

 

 

 

 

Síðast uppfært 24. nóvember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?