Íslenska æskulýðsrannsóknin
Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr.
70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.
Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar ásamt niðurstöður úr fyrirlögn í Árnesþingi með samanburði við landstölur.
Þátttakendur voru 12716 nemendur í íslenskum grunnskólum, þar af 392 í Árnesþingi. Könnunin var lögð fyrir rafrænt. Til að svarandi teljist þátttakandi þurftu þrjú skilyrði
að vera uppfyllt. 1) Svarandi sló inn gilt þátttökunúmer. 2) Svaraði til um bekk. 3) Svarandi lokaði ekki könnuninni fyrr en eftir að allar bakgrunnspurningar höfðu birst.