Fara í efni

Íþróttakennari - leikskólakennari – stuðningsfulltrúar Skólaárið 2022-2023

Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með u.þ.b. 70 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 10. bekk.
Í skólanum er unnið samkvæmt hugmyndafræði „Uppeldi til ábyrgðar“. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð,
einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt, útikennslu og heilbrigði.
Í leikskóladeild er einnig unnið út frá hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og um „Flæði“.

Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan hlut kynja í störfum hjá sveitarfélaginu.

Kerhólsskóli auglýsir eftir Íþróttakennara 100% staða.

Um er að ræða kennslu í skólaíþróttum, sundi og mögulega fleiri greinum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari
  • Hæfnispróf sundstaða sbr. reglugerð 814/2010
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð hæfni í samskiptum.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Þekking á Uppeldi til ábyrgðar er kostur.

 

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða kennara í leikskóladeild,100% staða

Kennarar í leikskóladeild starfa eftir starfslýsingu leikskólakennara.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Góð færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Faglegur metnaður og ábyrgð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Þekking á Uppeldi til ábyrgðar og Flæði er kostur.

Fáist ekki kennari er möguleiki að ráða leiðbeinanda tímabundið.

 

Kerhólsskóli óskar eftir stuðningsfulltrúum og leiðbeinendum í frístund, 100% stöður.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð hæfni í samskiptum.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Þekking á Uppeldi til ábyrgðar er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Áhugi á að vinna með börnum.

 

Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi,
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið
og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2022

________________________________________________________________
Nánari upplýsingar gefur Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri í síma 480-5520, 863-0463.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til skólastjóra, jonabjorg@kerholsskoli.is

Síðast uppfært 5. apríl 2022
Getum við bætt efni síðunnar?