Íþróttamiðstöðin Borg - Lokað vegna viðhalds og endurbóta
25.09.2020
Frá mánudeginum 28. september til 12. október er stefnt að viðhaldi og endurbótum í Sundlauginni á Borg og verður hún því lokuð á meðan.
Tíminn verður nýttur til að endurnýja ónýta glugga ásamt því að endurnýja sturtuklefa og búningsklefa sem eru komnir á tíma.
Viðskiptavinir eru jafnframt beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.
Síðast uppfært 28. september 2020
Getum við bætt efni síðunnar?