Jólatréssala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi
16.12.2021
Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar þar sem boðið er upp á kakó og lummur í skemmunni.
Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum, keypt tröpputré, bakka og eldivið eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig.
Fallegt handverk til sölu og frábær jólastemning.
Opnunartímar fram að jólum eru sem hér segir:
Laugardaga og sunnudaga fram að jólum klukkan 11 - 16.
Vikan 20. desember - 23. desember klukkan 11 - 16.
Skógræktarfélag Árnesinga.
Síðast uppfært 16. desember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?