Kæru fasteignaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi
Nú um áramótin hefst gjaldtaka á Gámastöðinni Seyðishólum fyrir gjaldskyldan úrgang. Undir gjaldskyldan úrgang flokkast timbur, málað timbur og grófur úrgangur.
Gjaldið pr. rúmmeter er kr. 5.500,-. Fyrir jól voru send út klippikort á alla fasteignaeigendur í sveitarfélaginu sem við hvetjum ykkur til að setja á góðan stað og taka með ykkur þegar þið ætlið að henda úrgangi á Gámastöðinni Seyðishólum.
Þegar klippikortið klárast þá er innheimt samkvæmt gjaldskrá. Vinsamlega athugið að heimilissorp skal flokkað í fjóra flokka í sveitarfélaginu þ.e. í lífrænan úrgang, plast, pappír og annan úrgang.
Lífræni úrgangurinn má ekki vera í plastpokum heldur skal hann vera í pokum úr pappír eða maíspokum sem jarðgerast með lífræna úrganginum.
Við heimsókn á gámastöðina skal úrgangurinn vera flokkaður, ef ekki er flokkað og erfitt að sjá hverju er verið að henda t.d. ef rusl er í svörtum ruslapokum, þá verður innheimt / tekið af klippikortinu fyrir öllum úrganginum.
Ef þið hafið ekki fengið sent klippikort, hafið þá samband með því að senda tölvupóst á netfangið gogg@gogg.is