Kerhólsskóli auglýsir eftir Íþróttakennara.
Kerhólsskóli auglýsir eftir Íþróttakennara
Í skólanum eru rúmlega sjötíu nemendur frá eins árs og upp í 10. bekk. Í Kerhólsskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu og útinám. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði „Uppeldi til ábyrgðar“. Leitað er eftir sjálfstæðum og drífandi einstaklingum með þekkingu og áhuga á skólastarfi.
Um er að ræða kennslu í skólaíþróttum og mögulega fleiri greinum. 50-100% staða.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf sem kennari
- Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
- Mjög góða hæfni í samskiptum.
- Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
- Þekking á Uppeldi til ábyrgðar er kostur.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknum um starfið skal fylgja skrá yfir menntun, starfsferil og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst 2021. Nánari upplýsingar veitir Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri í síma 480-5520 og jonabjorg@kerholsskoli.is Umsóknir sendist á netfangið jonabjorg@kerholsskoli.is