Fara í efni

Kerhólsskóli auglýsir eftir skólaliða í 100 % stöðu skólaárið 2022-2023.

Kerhólsskóli auglýsir eftir skólaliða í 100 % stöðu skólaárið 2022-2023. Um er að ræða ræstingu á húsnæði grunnskóladeildar, gæslu í frímínútum og frístund.

Í skólanum eru rúmlega sjötíu nemendur í frá eins árs og upp í.10. bekk. Í Kerhólsskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu og útinám. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði „Uppeldi til ábyrgðar“. Leitað er eftir sjálfstæðu og drífandi fólki með áhuga á skólastarfi.

Hæfniskröfur:

  • Góð hæfni í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Áhugi á fræðslu og velferð barna.
  • Góð íslenskukunnátta.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum um störfin skal fylgja skrá yfir meðmælendur.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022. Nánari upplýsingar veitir Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri í síma 480-5520 og jonabjorg@kerholsskoli.is Umsóknir sendist á netfangið jonabjorg@kerholsskoli.is

Síðast uppfært 12. maí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?