Kerhólsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð.
Um er að ræða 100% starf tímabundið v. veikinda.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Menntun og/eða reynslu af sambærilegu starfi og sótt er um.
- Sveiganleiki og góða færni í samskiptum.
- Framtakssemi og jákvæðni.
- Áhugi á matreiðslu.
- Áhugi á að starfa fyrir og með börnum á ólíkum aldri.
Kerhólsskóli er heildstæður leik- og grunnskóli með um 75 nemendur. Kerhólsskóli vinnur í anda einstaklingsmiðaðra kennsluhátta og umhverfismenntar. Samkennsla og samvinna árganga er ríkjandi og áhersla lögð á teymisvinnu kennara. Grímsnes- og Grafninghreppur sinnir skólamálum af miklum metnaði þar sem skólinn skipar mikilvægan sess í samfélaginu.
Umsóknum skal fylgja nöfn umsagnaraðila og ferilskrá. Umsækjendur skili umsókn í tölvupósti á netfangið jonabjorg@kerholsskoli.is
Æskilegt að umsækjandi geti byrjað sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2020. Nánari upplýsingar um störfin veitir Jóna Björg Jónsdóttir í síma 480 5520/863 0463 eða í tölvupósti á netfangið jonabjorg@kerholsskoli.is