Fara í efni

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð

Um er að ræða 100% starf
Starfið er tímabundið en möguleiki er á áframhaldandi starfi.

Menntunar og hæfniskröfur:
-Menntun og/eða reynsla af sambærilegu starfi æskileg.
-Sveiganleiki og færni í mannlegum samskiptum.
-Framtakssemi og jákvæðni.
-Áhugi á matreiðslu.
-Áhugi á að starfa fyrir og með börnum á ólíkum aldri.
-Hreint sakavottorð.

Kerhólsskóli er heildstæður leik- og grunnskóli með um 70 nemendur. Mötuneytið þjónar nemendum skólans ásamt starfsmönnum skólans, starfsmönnum sveitarfélagins og eldriborgurum í sveitarfélaginu. Mötuneytið þjónustar því um 115 aðila daglega.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til sveitarstjóra á netfangið sveitarstjori@gogg.is eigi síðar en sunnudaginn          5. september n.k. Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í síma 480-5500 eða í tölvupósti á netfangið sveitarstjori@gogg.is

Síðast uppfært 20. ágúst 2021
Getum við bætt efni síðunnar?