Fara í efni

Kósístund á bókasafninu

Síðasta sunnudag, fjórða í aðventu, var boðið upp á bókakynningar og lifandi jólatónlist á bóksafni sveitarfélagsins. Boðið var upp á kaffi, safa og piparkökur og var stemmingin ljúf og notaleg. Við vorum heppin að geta boðið þessa rithöfunda velkomna á bókasafnið okkar á milli óveðra og veðurlokanna.

Fjórir rithöfundar mættu og sögðu frá bókunum sínum. Yrsa Þöll Gylfadóttir sagði frá bókunum Bekkurinn minn sem eru bækur fyrir yngstu lesendurna og Gunnar Theodór Eggertsson sem hefur m.a. skrifað bækurnar um Furðufjall las úr annarri bókinni í þeirri seríu, Næturfrost. Anna Sigríður Þráinsdóttir kynnti bókina Á sporbaug sem fjallar um nýyrði Jónasar Hallgrímssonar og að lokum las Guðni Reynir Þorbjörnsson úr bókinni Gabríel og skrítna konan.

Að lestrinum loknum sungu Halli Valli og Anna Katrín nokkur jólalög sem komu fólki svo sannarlega í jólaskapið í öllum snjónum.

Þó það hafi verið fámennt í þetta skiptið vonum við innilega að við getaum búið okkur til smá hefð um aðventubókastund á bókasafninu okkar á næstu árum.

 

           

Síðast uppfært 20. desember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?