Kvennaverkfall 2023
Skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verður lokuð vegna Kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023.
Eftirfarandi bókun var gerð á fundi sveitarstjórnar þann 18. október s.l.
Kvennaverkfall 2023.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Árný Erlu Bjarnadóttur formanni FOSS stéttarfélags í almannaþjónustu, dagsett 12. október 2023. Í tölvupóstinum er kynnt kvennaverkfall sem boðað hefur verið til þriðjudaginn 24. október 2023 en þann dag eru konur og kynsegin fólk hvatt til að leggja niður launaða og ólaunaða vinnu allan daginn eins og konur gerðu þegar fyrst var boðað til Kvennafrís árið 1975. Jafnframt er sveitarfélagið hvatt til að sýna konum og kvárum stuðning í baráttunni með því að hvetja þau til þátttöku í Kvennaverkfallinu án þess að það hafi áhrif á laun þeirra eða kjör.
Mikill meirihluti starfsmanna Grímsnes- og Grafningshrepps eru konur og vinnuframlag þeirra er okkur mikils virði og styður sveitarfélagið að sjálfsögðu við réttindabaráttu þeirra.
Iða Marsibil, sveitarstjóri