Fara í efni

Grímsnes– og Grafningshreppur auglýsir eftir launafulltrúa.

Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir að ráða launafulltrúa í 75 - 100% starf.

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga á tölum og sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.

Launafulltrúi sér um launavinnslu sveitarfélagsins ásamt öðrum almennum skrifstofustörfum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

- Launavinnsla og frágangur launa.

- Túlkun kjarasamninga og eftirlit með framkvæmd þeirra.

- Upplýsingagjöf varðandi launavinnslu og kjaratengd mál.

- Aðstoð og ráðgjöf til stjórnenda í málum tengdum mannauði og starfsmannahaldi s.s. vegna ráðningarsamninga.

- Ýmsar skýrslugerðir, greiningar, samantektir og úrvinnsla á sviði kjaramála.

- Skjalavarsla.

- Önnur verkefni við s.s. bókhald, uppgjör og almenn skrifstofustörf.

 Hæfniskröfur

- Þekking af launavinnslu og/eða bókhaldi skilyrði.

- Sérhver menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.

- Góð kunnátta og færni í Excel.

- Þekking á Dk bókhaldskerfi kostur.

- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

- Hæfni til að greina gögn og upplýsingar.

- Þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.

 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

 Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2021.

Frekari fyrirspurnir og umsóknir sendist á oddviti@gogg.is.

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Síðast uppfært 28. september 2021
Getum við bætt efni síðunnar?