Laus störf hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Viltu taka þátt í að móta skóla- og velferðarþjónustu í faglegu og fallegu umhverfi Uppsveita og Flóa í Árnessýslu?
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs. auglýsir fullt starf deildarstjóra skólaþjónustu, fullt starf sálfræðings og tímabundið 60% starf talmeinafræðings.
Á starfssvæðinu eru um 650 börn á leik- og grunnskólaaldri sem sækja nám í 10 leik-og grunnskólum. Tveir þeirra eru samreknir leik- og grunnskólar.
Stefna Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. er að þróa faglega og samþætta skóla- og velferðarþjónustu með farsæld barna og fjölskyldna að leiðarljósi. Starfssvæðið er víðfeðmt og munu stjórn og starfsmenn þróa stafræna þjónustu og lausnir eftir því sem við á. Starfsmenn geta valið starfsstöð á starfssvæðinu í samræmi við verkefni hverju sinni og fjarvinnustefnu en meginsstarfsstöð þjónustunnar er í Laugarási. Sveitarfélögin sem standa að Skóla- og velferðarþjónustunni eru Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur og hafa þau flest hlotið viðurkenningu BSRB sem framúrskarandi vinnustaðir.
Deildarstjóri skólaþjónustu
Deildarstjóri skólaþjónustu er annar tveggja stjórnenda Skóla- og velferðarþjónustunnar, ásamt deildarstjóra velferðarþjónustu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir góðri þekkingu og reynslu af skólamálum og stjórnsýslu og og hefur hæfni til að móta starfsemina og leiða öflugan hóp starfsmanna í góðu samstarfi við leik- og grunnskóla á svæðinu.
Nánar um starfið hér.
Sálfræðingur
Sálfræðingur er hluti af teymi sérfræðinga sem sinnir samþættri skóla- og velferðarþjónustu fyrir börn og fjölskyldur. Leitað er að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi sem býr yfir góðri þekkingu á skóla- og/eða velferðarþjónustu.
Nánar um starfið hér.
Talmeinafræðingur 60% stöðuhlutfall
Talmeinafræðingur er hluti af teymi sérfræðinga sem sinnir samþættri skóla- og velferðarþjónustu fyrir börn og fjölskyldur. Hjá Skóla-og velferðarþjónustunni starfar nú þegar tveirtalmeinafræðingar. Leitað er að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi sem býr yfir góðri þekkingu á skóla- og/eða velferðarþjónustu. Starfið er tímabundið vegna fæðingarorlofs.
Nánar um starfið hér.
Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar nk.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá, prófskírteini og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til starfsins.
Nánari upplýsingar um störfin veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Þórdís Sif Arnardóttir, thordis@hagvangur.is.
Sótt er um störfin á hagvangur.is