Leggjum hönd á plóginn til aðstoðar Grindvíkingum
12.11.2023
Í dag er hugur okkar allra hjá Grindvíkingum sem seint í gærkvöldi þurftu að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi hættu á eldsumbrotum.
Í sveitarfélaginu okkar er mikill fjöldi fasteigna og þess er óskað að þeir fasteignaeigendur sem mögulega geta lánað húsnæði til lengri eða skemmri tíma skrái það inn hjá Rauða krossinum á Íslandi, smellið hér.
Sveitarstjóri ásamt öðrum stjórnendum stofnana sveitarfélagsins hefur þegar hafist handa við að meta getu innviða svo sem skóla til þess að taka á móti nemendum gerist þess þörf.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur boðað til samráðsfundar með framkvæmdastjórum sveitarfélaga á landinu á morgun um næstu skref.
Bestu óskir til okkar allra, nú er mikilvægt að sá samhugur sem einkennir okkur fái notið sín í samtaka vinnu við að gera Grindvíkingum lífið sem bærilegast á þessum erfiðu tímum.
Iða Marsibil, sveitarstjóri
Síðast uppfært 12. nóvember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?