Ljúf jólatónlist á bókasafninu 4. í aðventu
16.12.2022
Þar sem við neyðumst til að loka sundlauginni vegna kulda þessa helgi munu Halli Valli og Anna Katrín spila nokkur jólalög á bókasafninu þegar að bókakynningunni er lokið á sunnudaginn kemur.
Bókakynningin hefst kl. 14:00 og við miðum við að jólatónlistin verði í beinu framhaldi eða um kl. 16:00.
Síðast uppfært 16. desember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?