Fara í efni

Lýðheilsuþing

Fimmtudaginn 10. nóvember sótti Guðrún Ása, heilsu- og tómstundafulltrúi, Lýðheilsuþing sem haldið var á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Á þinginu var fjallað um lýðheilsu frá mörgum hliðum, en þessi áhersla var valin til að leggja áherslu á innleiðingu lýðheilsustefnu stjórnvalda.

Forvarnir, heilsulæsi og heilsuefling voru á meðal umræðuefna og áhersla á að til að ná góðum árangri þurfa allir aðilar að leggja eitthvað til. Stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að auðvelda fólki að huga að heilsunni en fólk þarf líka að taka ábyrgð á eigin heilsu. Heilsa er ekki bara að vera laus við sjúkdóma heldur líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan.

Grímsnes- og Grafningshreppur er heilsueflandi samfélag og vill leggja sitt af mörkum til að auðvelda fólki að huga að heilsunni. Í sveitarfélaginu eru lýðheilsustyrkir fyrir börn og eldri borgara, stutt vel við ungmennafélagið, boðið upp á fræðslu, unnið að því að bæta stíga og útivistarsvæði o.fl.

Ef þú ert með hugmynd að því hvernig sveitarfélagið getur stutt enn betur við lýðheilsu viljum við gjarnan heyra frá þér en hægt er að senda póst á gogg@gogg.is 

Síðast uppfært 15. nóvember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?