Markaskrá 2020
28.04.2020
Enn eiga þó nokkrir eftir að skila inn endurnýjun marka sinna eða láta vita ef þau eiga að falla niður.
Allir eigendur skráðra eyrnamarka og frostmarka í síðustu markaskrá 2012 áttu að hafa fengið bréf frá mér seinnipartinn í mars og skila átti inn fyrir 20.apríl.
Þið sem ég hef ekkert heyrt frá vinsamlegast bregðist strax við.
Ef einhver hefur ekki fengið bréfið þá hafðu samband.
Mörk látinna einstaklinga og þeirra sem eiga skráða búsetu erlendis þegar blöðin voru prentuð eru skráð hjá markaverði og bið ég hlutaðeigandi að hafa samband með þau mörk.
brunir@simnet.is
Sími 8478162 virka daga eftir kl 16.
Með sumarkveðju og von um skjót viðbrögð.
Markavörður Árnessýslu
Lilja Loftsdóttir
Síðast uppfært 28. apríl 2020
Getum við bætt efni síðunnar?