Fara í efni

Menntaverðlaun Suðurlands 2022

Vakin er athygli á Menntaverðlaunum Suðurlands 2022, en verða þau veitt í fimmtánda sinn í janúar 2023 á árlegum hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna, geta allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf tilnefnt til verðlaunanna. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum hætti geta hlotið verðlaunin.

Frestur til að senda inn tilnefningar er til miðnættis 5. janúar 2022, og skulu þær berast á menntaverdlaun@sudurland.is.

Nánari upplýsingar hér https://www.sass.is/oskad-er-eftir-tilnefningum-til-menntaverdlauna-sudurlands-2022/

Síðast uppfært 27. desember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?