Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár
03.03.2023
Á 541. fundi sveitarstjórnar var lagt fram til kynningar minnisblað frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. febrúar 2023, um ágang búfjár. Minnisblaðið er ritað vegna álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 (11167/2021) og úrskurðar Dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023 (DMR21080053). Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og jafnframt frá afrétti.
Síðast uppfært 3. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?